Björgunarfélag Eyvindar fær gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju


Minningarsjóður Jennýjar Lilju gaf Björgunarfélagi Eyvindar öndunarvél og súrefnismettunarmæli í gær. Fjölskylda Jennýjar Lilju vill með gjöfinni þakka þeim fyrir þeirra aðkomu að slysinu. 
Hægt er að heita á hlaupara sem hlaupa fyrir minningarsjóðinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 19 ágúst n.k.

Hér að neðan er linkur á síðu minningasjóðsins inn á hlaupastyrkur.is

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/402/minningarsjodur-jennyjar-lilju

Linkur á frétt mbl.is 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/07/23/hjartans_thakkir_fyrir_allt_sem_thid_gerdud/

Hlaupahópi Jennýjar Lilju veitt viðurkenning

Á aðalfundi Birtu landssamtaka, sem haldinn var Þriðjudaginn 23.maí 2017, tóku foreldrar Jennýjar Lilju á móti viðurkenningu fyrir hönd Hlaupahóps Jennýjar Lilju. Hlaupahópnum voru færðar þakkir fyrir framlag sitt í áheitasöfnun Reykjarvíkurmaraþons 2016 þar sem hópurinn safnaði 2.025.000 kr til styrktar Birtu.

Í ár mun hlaupahópurinn aftur taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en safna nú áheitum fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju.

 

Félagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi færð peningagjöf  

Við, fjölskylda Jennýjar Lilju, hittum nokkra sjúkraflutningamenn frá Selfossi þann 26 febrúar 2017. Ástæða heimsóknarinnar var að færa þeim peningagjöf úr minningarsjóð Jennýjar Lilju. Þeir sjúkraflutningamenn sem komu að slysinu sýndu okkur og Jenný Lilju mikla virðingu. Það er það sem stendur uppúr þegar við lítum til baka og við verðum ávallt þakklát fyrir.

Reykjavíkurmaraþon 2017

Í Reykjavíkurmaraþoni 2016 hlupu vinir og ættingjar Jennýjar Lilju til minningar um hana. Stofnaður var hlaupahópur Jennýjar Lilju og í honum voru 52 hlauparar sem hlupu saman í frozen-bláum bolum með logoi eftir Júlíu Klöru, systir Jennýjar Lilju. Hlaupahópurinn safnaði rúmlega tveimur milljónum til styrkjar Landsamtaka Birtu en þau samtök eru stuðningur fyrir foreldra sem hafa misst barn/ungmenni skyndilega.

Eftir hlaupið fengum við að heyra frá mörgum sem hlupu hvað þeim þótti vænt um að hlaupa fyrir Jenný Lilju og halda minningu hennar á lofti. Okkur fjölskyldunni þykir vænt um hve margir tóku þátt og heiðruðu minningu Jennýjar Lilju með þessum hætti.

Við höfum ákveðið að endurtaka leikinn og í ár ætlum við að hlaupa fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju.

Nú er bara að reima á sig skóna, byrja að æfa og hlaupa fyrir Jenný Lilju í ágúst 🙂

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/402/minningarsjodur-jennyjar-lilju

Nýárskveðja

Þakklæti er okkur efst í huga í dag. Við viljum þakka öllum sem hafa minnst Jennýjar Lilju á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa ykkur skemmtilegar og fallegar minningar með ástvinum ykkar❤️