Jenný Lilja

Jenný Lilja fæddist þann 25.júlí 2012. Hún er eineggja tvíburi og heitir tvíburasystir hennar Dagmar Lilja. Jenný á tvö önnur systkin, Júlíu Klöru ( 2008) og Mikael Inga (2016). Foreldrar Jennýjar Lilju eru Rebekka og Gunnar.

Það sást strax frá fæðingu hvað Jenný Lilja er ákveðin og dugleg stelpa. Hún fæddist lítil og létt, ekki nema 2000 gr og 46 cm. Systir hennar hafði verið að stela matnum í bumbunni síðustu vikurnar. Jenný braggaðist hratt og örugglega enda þrjósk og ákveðin í að ná systir sinni.

Þær systur eru mjög nánar. Sambandið á milli þeirra er einstakt og fallegt.

~1481738887~IMG_6036.JPG 1481740635img_1699

Frá fæðingu hefur Jenný haldið í ,,Vin sinn”. Vinurinn er hennar öryggi og eftir að Jenný Lilja lést hefur ,,vinurinn” huggað okkur fjölskylduna og fylgir okkur hvert sem við förum. ,,Vinurinn” hefur m.a farið með okkur til Tenerife og í Legoland og þar fór hann í nokkra rússíbana 🙂

img_6123

Jenný Lilja er með dillandi hlátur sem smitar út frá sér. Hún er glöð og gleður alla í kringum sig. Hún er mikill prakkari og húmoristi. Prumpubrandarar og rassahúmor klikkar að sjálfsögðu ekki…….ekki frekar en hjá hinum í fjölskyldunni !

Með Jenný Lilju er allt betra, svo einfalt er það.

img_5997