Um sjóðinn

Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Dagana eftir slysið fóru fjölskyldunni að berast beiðnir frá fólki sem vildi veita þeim styrk með peningagjöfum. Fjölskyldan ákvað að stofna reikning í minningu Jennýjar Lilju og var markmiðið að styrkja þá viðbragðsaðila sem komu að slysinu.

Minningarsjóður Jennýjar Lilju var formlega stofnaður 21. nóvember 2016. Tilgangur sjóðsins er m.a að styrkja þá einstaklinga sem hafa misst ungan ástvin. Við, foreldrar Jennýjar Lilju höfum fundið hve mikilvægt það er að fá stuðning og aðstoð við að vinna úr áfallinu að missa barn. Systur Jennýjar Lilju hafa þurft að sækja sér sálfræðiþjónustu og kostar hún háar upphæðir. Við viljum því styrkja systkin og aðra fjölskyldumeðlimi til að fá aðstoð frá fagaðilum.

Tilgangur sjóðsins er einnig að styrkja vinahópa/vinnuhópa til að sækja sér fræðslu. Við foreldrarnir veittum Jenný Lilju fyrstu hjálp eftir slysið og fundum hve mikilvæg sú kunnátta er. Við viljum því styrkja hópa til að sækja sér fræðslu hvað varðar fyrstu hjálp ofl.

Þetta eru einungis hugmyndir okkar foreldrana og að sjálfsögðu er hægt að leggja inn umsókn um aðra aðstoð eða önnur námskeið/fræðslu.

Mamma og Pabbi Jennýjar Lilju , Rebekka og Gunnar

 

Í stjórn Minningarsjóðs Jennýjar Lilju sitja:

Rebekka Ingadóttir , mamma Jennýjar Lilju

Gunnar L Gunnarsson, pabbi Jennýjar Lilju

Ingi Örn Geirsson, afi Jennýjar Lilju

 

Hér má finna samþykktir sjóðsins:

Samþykktir Minningarsjóðs Jennýjar Lilju

 

Minningarsjóður Jennýjar Lilju kt: 461216-0990

Banki: 0133-15-380780 

minning@minningjennyjarlilju.is

styrkir@minningjennyjarlilju.is