Reykjavíkurmaraþon 2017

Í Reykjavíkurmaraþoni 2016 hlupu vinir og ættingjar Jennýjar Lilju til minningar um hana. Stofnaður var hlaupahópur Jennýjar Lilju og í honum voru 52 hlauparar sem hlupu saman í frozen-bláum bolum með logoi eftir Júlíu Klöru, systir Jennýjar Lilju. Hlaupahópurinn safnaði rúmlega tveimur milljónum til styrkjar Landsamtaka Birtu en þau samtök eru stuðningur fyrir foreldra sem hafa misst barn/ungmenni skyndilega.

Eftir hlaupið fengum við að heyra frá mörgum sem hlupu hvað þeim þótti vænt um að hlaupa fyrir Jenný Lilju og halda minningu hennar á lofti. Okkur fjölskyldunni þykir vænt um hve margir tóku þátt og heiðruðu minningu Jennýjar Lilju með þessum hætti.

Við höfum ákveðið að endurtaka leikinn og í ár ætlum við að hlaupa fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju.

Nú er bara að reima á sig skóna, byrja að æfa og hlaupa fyrir Jenný Lilju í ágúst 🙂

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/402/minningarsjodur-jennyjar-lilju

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s