Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram 19.ágúst sl.
Dagurinn var sólríkur og fallegur. Þennan dag hlupu 45 einstaklingar á öllum aldri og söfnuðu áheitum fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Eftir hlaupið bauð fjölskylda Jennýjar Lilju og Brim hf í veislu, þar sem hlauparar og fjölskyldur þeirra gæddu sér á pulsum og léku sér í góða veðrinu.
Þessi stóri og flotti hópur náði að safna rúmlega 1.300.000 kr. !!
Fjölskylda Jennýjar Lilju vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hlupu í minningu Jennýjar Lilju þennan dag. Einnig vill hún þakka þeim sem sáu sér fært um að heita á hlaupara í hópnum, allra sem stóðu vaktina á hvatningarstöð minningarsjóðsins og Brim hf fyrir þeirra framlag í veislu á hlaupadegi.
Sjáumst hress að ári