15.október ár hvert er dagur sem tileinkaður er barnsmissi og missi á meðgöngu. Þegar fjölskyldur verða fyrir því að missa barn tekur lífið nýja stefnu. Þessi nýja stefna er oft ferðalag yfir djúpa dali og mikið tilfinningaflóð sem fjölskyldan öll fer í gegnum. Það er mikilvægt að leita sér aðstoðar og leiðsagnar. Minningarsjóður Jennýjar Lilju styður fjölskyldur og ástvini sem misst hafa barn. Hægt er að sækja um styrk á heimasíðu sjóðsins www.minningjennyjarlilju.is/styrkir
Mynd tekin á minningarstund um missi á meðgöngu og barnsmissi í Neskirkju 15 okt 2017