Áheitasöfnun heldur áfram.

Nú er orðið ljóst að Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður ekki haldið þetta árið. Hlauparar geta þó ennþá safnað áheitum og eru hvattir til að hlaupa sjálfir eða í litlum hópum þennan dag. 

Við fjölskylda og vinir Jennýjar Lilju höfum ákveðið að hlaupa þennan dag og halda áfram að safna áheitum sem renna til Landsbjargar.

Síðustu ár hafa hlauparar, sem hafa safnað áheitum fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju, safnað tæpum 6 miljónum króna í áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is sem hafa farið í góð málefni.

Það er hægt að leggja áheit á hlaupara sem hlaupa fyrir Minningarsjóðinn og um leið vera þáttakandi í að stofna sjóð sem meðlimir Lansbjargar geta sótt styrk í fyrir sálgæslu eða aðra aðstoð fagfólks. 

Við vitum öll hve mikilvægt starf björgunarsveita í landinu er. Nú er komið að okkur að leggja þeim lið því ávallt eru þau tilbúin að aðstoða okkur þegar við þurfum á aðstoða að halda. 

Hér er linkur á fallegasta hlaupahóp í heimi 😊 https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/988/minningarsjodur-jennyjar-lilju

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s