Litið yfir árið 2019

Árið 2019 er á enda og nýtt ár tekið við. Þegar við lítum yfir árið er þakklæti okkur efst í huga. Fjölmargir hafa stutt við bakið á okkur og við höfum náð að styrkja góð og þörf málefni á árinu.

Vinur Jennýjar Lilju og þyrla Landhelgisgælunar

Í byrjun árs hélt pókerklúbburinn Bjólfur sitt árlega opna pókermót. Á mótinu gátu þátttakendur sett frjáls framlög í söfnunarbauk sem var ætlaður Minningarsjóðnum. Alls safnaðist 56.500 kr.  

Í apríl gaf minningarsjóðurinn þrjár loftdýnur til björgunarsveitarinnar Kyndils. Þessi gjöf var gefin eftir að einn liðsmaður sveitarinnar kom fram í viðtali og sagði sveitina vanta slíkan búnað. Loftdýnurnar eru hannaðar til að tryggja hámarks stöðuleika á ferð fyrir slasaða sjúklinga.

Á vormánuðum voru 56 hlauparar á fullum krafti í undirbúningi fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka . Þann 19 júní buðu foreldrar Jennýjar Lilju öllum hlaupurum á fyrirlestur með maraþon og ultrahlauparanum Sigurjóni Erni Sturlusyni. Hann fór yfir helstu þætti sem skipta máli í undirbúningi fyrir keppnishlaup og gaf hlaupurum góð ráð.

Stóra helgin , Reykjavíkurmaraþon Íslansdsbanka fór fram 24.ágúst 2019. Þennan dag hlupu 56 hlauparar fyrir minningarsjóð Jennýjar Lilju og söfnuðu áheitum. Hópur fólks stóð á hliðarlínunni og hvatti hlauparana áfram. Hvatningarstjórar sáu um að hlauparar fengju orku á miðri leið og klapp á bakið. Allir þessir aðilar stóðu saman og útkoman var áheitasöfnun sem skilaði sjóðnum. 1.671.000 kr.!!! Fyrir Reykjavíkurmaraþonið var minningarsjóðurinn búinn að setja sér það markmið að safna fyrir fjórum lyfjadælum fyrir þyrlusveit landhelgisgæslunnar. Það markmið náðist heldur betur.

Daginn eftir Reykjavíkurmaraþon buðu foreldrar Jennýjar Lilju öllum hlaupurum , hvatningarstjórum og fjölskyldum þeirra í pulsuveislu og partý enda tilefni til að fagna , faðmast og gleðjast yfir því sem hópurinn áorkaði í hlaupinu daginn áður.

Þann 13.nóvember fór fram afhending á tækjabúnaði til þyrlusveitar landhelgisgæslunnar. Þetta er stærsta úthlutun sjóðsins hingað til. Gjöfin samanstóð af fjórum lyfjadælum og tveimur vökva/blóðhiturum. Tækin munu koma sér vel þegar þarf að flytja slasaða og/eða veika einstaklega og þá sérstaklega börn.

Árið 2019 var viðburðaríkt og við viljum þakka öllum þeim sem studdu við starf sjóðsins. Allt þetta gerum við til að halda minningu Jennýjar Lilju á lofti í huga og verki. Fyrir það verðum við ávallt þakklát  

Rebekka og Gunni

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s