Gjöf til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar – stærsta úthlutun minningarsjóðsins

Miðvikudaginn 13.nóvember sl tók þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju. Gjöfin samanstóð af fjórum lyfjadælum og tveimur vökva/blóðhiturum. Þetta er tækjabúnaður sem var ákveðið að safna fyrir í samráði við lækna þyrlusveitarinnar, en tækin mun koma sér vel þegar flytja þarf slasaða og/eða veika einstaklinga og þá sérstaklega börn.

Lyfjadælur, tvær dælur eru saman í seti.

Við settum okkur það markmið að safna fyrir fjórum lyfjadælum, sem náðist heldur betur. Við höfðum því svigrúm til að bæta við tækjum og í samráði við Viðar, yfirlækni bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, stakk hann upp á bæta við vökva og blóðhitara. Upphæðin sem var umfram dugði fyrir einum hitara en okkur fannst fráleitt að það væri bara til eitt sett og bætti minningarsjóðurinn því við það sem vantaði upp á til þess að kaupa tvo hitara.

Upprenandi þyrluflugmaður, Mikael Ingi bróðir Jennýjar Lilju.

Aðkoma þyrlusveitarinnar að slysinu þegar Jenný Lilja lést og aðkoma hennar að fjölskyldu Jennýjar Lilju eftir slysið hefur verið einstök. Hlýja og virðing er það sem hefur einkennt störf þeirra og samskipti. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar koma inn í líf fólks á erfiðustu tímum í lífi þeirra. Þeir sýna virðingu í aðstæðum sem skiptir öllu máli þegar maður lítur til baka.

Spekingar spjalla.

Við viljum þakka starfsfólki Landhelgisgælsunnar fyrir að vera fyrirmyndir og að starfa af virðingu við öll þau góðu störf sem þar fara fram

Frænka, tvíburasystir og vinkona Jennýjar Lilju.

One thought on “Gjöf til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar – stærsta úthlutun minningarsjóðsins

  1. Ég get ekki sagt annað en að ég klökkna. Þekki vel til þessara elskulegu hjóna, Gunnars og Rebekku. Gunnar var lengi með mér á sjó.
    ❤️❤️❤️❤️❤️

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s