Við eigum ekki til nógu sterk orð til að lýsa þakklæti okkar yfir síðust helgi.

Hér á myndinni má sjá hluta af þeim 56 hlaupurum sem hlupu fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og fjölskyldur þeirra í árlegri myndatöku við leiði Jennýjar Lilju í Kópavogskirkjugarði. Hópur fólks studdi okkur öll með áheitum og fjölmargir studdu hlaupara með hvatningu og klappi á sjálfan hlaupadaginn. Allt þetta gerði okkur kleift að ná markmiði okkar sem var að safna fyrir fjórum lyfjadælum fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Alls söfnuðust 1.671.000 kr sem er rúmlega markmiðið. Landhelgisgæslan er því að skoða tækjabúnað sem við bætum við, því við ákváðum að öll áheitin í ár færu í tækjakaup fyrir þyrlusveitina.
Daginn eftir Rekjavíkurmaraþonið buðum við, foreldrar Jennýjar Lilju , öllum þeim sem hlupu fyrir minningarsjóðinn, hvatningarstöðvarstjórum og fjölskyldum þeirra í pulsupartý. Uppáhalds matur Jennýjar Lilju eru pulsur og ís og því er matseðillinn í partýinu sjálfsprottinn. Okkur þykir vænt um þá stund sem við eigum með yndislegu hlaupurunum okkar, við fáum að minnast Jennnýjar Lilju , faðmast og gleðast yfir því sem við náðum að áorka í hlaupinu með Jenný Lilju í hjarta og huga.