Dagurinn var bjartur og fallegur og augljóst að allir englar himinsins höfðu dregið skýjin frá, fylgst með fólkinu sínu og hvatt þau áfram.
Áheitasöfnun fór fram úr okkar björtustu vonum og endaði í rúmlega 750.000 kr !!
Alls hlupu 41 gleðigjafar fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Hlaupararnir voru á öllum aldri og voru farnar vegalendirnar frá 600 m upp í heilt maraþon !
Daginn eftir hlaupið héldum við, fjölskylda Jennýjar Lilju, uppskeruhátíð þar sem öllum hlaupurum og fjölskyldum þeirra var boðið. Uppáhalds matur Jennýjar Lilju er Pulsa og því var við hæfi að bjóða uppá pulsu og ís. Veislan fór fram í húsnæði Brim Hf og viljum við nýta tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra framlag í uppskeruhátíðinni.
Til ykkar allra sem hlupu með Jenný Lilju í hjarta og huga, þeirra sem gáfu áheit sín á hlauparana, þeirra sem stóðu á hliðarlínunni og hvöttu hlauparana áfram viljum við segja TAKK.