Jafningjaverkefni fyrir börn og unglinga hlýtur styrk að upphæð 500.000 kr

 

IMG_4020

Mynd tekin af foreldrum Jennýjar Lilju við gróðursetningu trés í minningarlundi látina barna í Skálholti 2017

Minningarsjóður Jennýjar Lilju hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóðinn Örninn að upphæð 500.000 kr.

Hópur á vegum Vídalínskirkju í Garðabæ fór á vormánuðum upp í Kjós og buðu með sér 30 börnum og unglingum sem höfðu misst foreldri eða systkin, en það starf sem fór þar fram má lesa um í frétt sem birtist á mbl.is. Minningarsjóðurinn Örninn var stofnaður utanum þetta verkefni og er ætlunin að endurtaka sumarbúðirnar nú í haust. Sú upphæð sem Minningarsjóður Jennýjar Lilju leggur til verkefnisins mun tryggja að hægt verði að halda þessa samverustund í eitt skipti.

Við foreldrar Jennýjar Lilju höfum nýtt okkur hópastarf á vegum Nýrrar Dögunar fyrir foreldra sem hafa misst börn og hefur sá jafningjastuðningur hjálpað okkur mikið í sorgarferlinu. Við teljum því mikilvægt að styðja þetta verkefni og vonum að sem flest börn og unglingar geti nýtt sér þennan stuðning.

Helsta fjáröflunarleið Minningarsjóðs Jennýjar Lilju er áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 18.ágúst 2018. Hér má finna slóð á síðu sjóðsins á hlaupastyrkur.is https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/572/minningarsjodur-jennyjar-lilju

Þann 2.september 2018 kl 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju, þar sem börnin eru í öndvegi og verður styrkurinn formlega afhentur þar. Allir velkomnir !

Fyrir hönd Minningarjóðs Jennýjar Lilju

Rebekka og Gunni, foreldrar Jennýjar Lilju

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s