Í dag 25.mai 2018 gaf Minningarsjóður Jennýjar Lilju peningagjöf til starfsmannafélags leikskólans Austurkórs. Systurnar Jenný Lilja og Dagmar Lilja voru nemendur við skólann og útskrifaðist Dagmar Lilja þaðan í dag.
Með gjöfinni vill fjölskylda Jennýjar Lilju þakka starfsmönnum fyrir allt sem þau hafa gert fyrir fjölskylduna og hversu vel þau hafa stutt við bakið á Dagmar Lilju eftir fráfall Jennýjar Lilju.
Meðfylgjandi myndir af systrunum er úr skólamyndatöku leikskólans árið 2015 (Jenný Lilja vinstra megin og Dagmar Lilja hægra megin)