Gleðilegt nýtt ár

Nú höfum við kvatt árið 2017 sem var viðburðaríkt hjá Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sutt við bakið á sjóðnum á liðnu ári.

Þann 26.febrúar 2017 heimsóttum við Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi og færðum þeim peningargjöf að upphæð 1.000.000kr. Með gjöf þessari vildum við, aðstandendur Jennýjar Lilju, þakka þeim fyrir aðkomu þeirra á slysstað þann 24 október 2015.img_2444

Þann 30 maí 2017 fékk hlaupahópur Jennýjar Lilju viðkurkenningu frá Birtu landssamtökum fyrir áheitasöfnun hópsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka árið 2016. Hlaupahópurinn safnaði 2.025.000kr til styrktar Birtu.

IMG_0049

Þann 22 júlí 2017 færði Minningarsjóður Jennýar Lilju, Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum öndunarvél og súrefnismettunarmæli. Með gjöfinni vildum við þakka þeim fyrir aðkomu þeirra að slysinu. Tæk­in verða notuð í bíl vett­vangs­hóps björg­un­ar­félags­ins en hann kom fyrstur á slysstað þann 24.oktober 2015.

img_0310

Þann 19 ágúst 2017 fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Í ár tók Minningarsjóður Jennýjar Lilju þátt í áheitasöfnun í fyrsta skipti. Alls 45 einstaklingar hlupu fyrir Minngingarsjóðinn og voru þar hlauparar á öllum aldri. Eftir hlaupið var blásið til pylsuveislu fyrir alla hlaupara og fjölskyldur þeirra. Minningarsjóður Jennýjar Lilju vill færa Brim hf sérstakar þakkir fyrir stuðning þeirra þennan dag.

IMG_0463

Þann 20 des 2017 var gefið út lag í minningu Jennýjar Lilju. Lagið er sungið meistaralega af Stefáni Jakobsyni söngvara hljómsveitarinnar Dimmu. Fjölskylda Jennýar Lilju vill þakka Katrínu Ösp fyrir að halda minningu Jennýjar Lilju á lofti með fallega ljóðinu.

Textan við þetta fallega lag samdi Katrín Ösp Jónsdóttir og best er að nota hennar orð til að segja söguna á bak við textann og lagið.

Þann 24.október árið 2015 hringdi Hrabba systir í mig og sagði mér þær fréttir að Rebekka vinkona hennar hefði misst Jennýju Lilju þá þriggja ára af slysförum. Þann dag fannst mér sorgin áþreifanleg og ég gat ekki hætt að hugsa til Rebekku og fjölskyldunnar allar. Ég settist niður og skrifaði ljóðið Sorg. 
Ljóðið sat lengi í mér og ég gat ekki hætt að hugsa um það svo ég ákvað að senda gömlum skólabróður ljóðið og spurði hvort hann sæi fyrir sér að hægt væri að semja lag við það. Þessi skólabróðir minn, Stefán Jakobsson, var fljótur að svara, það yrði að setja vængi á þetta ljóð.
Gömul og góð vinkona mín, Rósa Ásgeirsdóttir, kom síðar til mín í kaffi þar sem ljóðið barst í tal. Meðan hún sat hjá mér kom lag upp í huga hennar, hún tók upp símann sinn og raulaði það inn. Nokkrum dögum síðar var komið uppkast af laginu okkar. Fúsi Óttarsson (frændi minn) trommari lagsins bauðst til þess að hafa samband við Kristján Edelstein (skáfrænda minn) og fá hann til að útsetja lagið fyrir okkur. Kristján tók lagið ljúfum höndum, spilaði á og bætti inn hinum ýmsu hljóðfærum og breytti laginu í drauma rokk- ballöðuna mína. Eftir að hafa klárað að útsetja hljóðfæraleikinn kom Stebbi Jak og söng með sinni kröftugu rödd af mikilli innlifun.
Foreldrar Jennýjar Lilju, þau Rebekka og Gunni, hafa valið nafn á lagið en það heitir Einn dag í senn.“

Á nýju ári stefnum við á að efla starf sjóðsins og þá sérstaklega að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem hafa misst unga ástvini í að leita sér aðstoðar. Hægt er að sækja um styrk hér á heimasíðu sjóðsins.

Nýárskveðja fyrir hönd Minningarsjóðs Jennýjar Lilju.

Rebekka og Gunni.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s