Lagið Einn dag í senn varð til úr ljóði eftir Katrínu Ösp Jónsdóttur og er sungið af Stefáni Jakobssyni ( Söngvara Dimmu). Sögu lagsins má finna á síðu Karolina fund þar sem hafin er söfnun til styrktar minningarsjóðs Jennýjar Lilju.
Hægt er að kaupa lagið og fá það sent í tölvupósti að loknum söfnunartíma sem er 20 desember nk.
Fjölskylda Jennýjar Lilju er snortin yfir þessu framlagi í minningarsjóðinn og að þau haldi minningu Jennýjar Lilju svo fallega á lofti. Textinn lýsir vel þeim tilfinningarússíbana sem fjölskyldan hefur farið í gegnum í sorgarferlinu.
Hægt er að kaupa lagið HÉR