Í dag 19. Nóvember 2017 er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og var þeirra minnst við minningarathöfn sem haldin var við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í morgun.
Þórir Guðmundsson ávarpaði samkomuna en hann missti tvíburasystir sína í umferðarslysi árið 2006. Hann talaði um að aðstoð frá góðu fólki hefði hjálpað honum að vinna úr áfallinu. Tilgangur minningarsjóðsins er m.a. að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri til að sækja sér aðstoð fagaðila.
Styrktarsíða minningarsjóðsins