Minningarsjóður Jennýjar Lilju svarar ákalli Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri 

Föstudaginn 26. apríl gaf Minningarsjóður Jennýjar Lilju, Björgunarsveitinni Kyndli, þrjú loftdýnu sett (grjónadýnur) sem auðveldar sveitinni störf á vettvangi slysa. Eftir hörmulegt slys við Núpsvötn 27 des s.l. birtist viðtal við einn liðsmann sveitarinnar og kom þar fram að björgunarsveitum á svæðinu vantaði betri búnað til að bregðast við alvarlegum slysum sem þessu. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/28/madur_bidur_bara_um_fyrirmaeli/
IMG_2790
Á myndinni eru Ingólfur Hartvigsson frá Björgunarsveitinni Kyndli og fjölskylda Jennýjar Lilju.
Minningarsjóður Jennýjar Lilju svaraði ákalli Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri og var ósk sveitarinnar að geta bætt við þremur settum af loftdýnum (grjónadýnum) í tækjakost sinn. Þessi sett eru frá Germa AB og eru dýnurnar hannaðar til að tryggja hámarks stöðugleika á ferð fyrir slasaða sjúklinga.
 
Eitt af markmiðum Minningarsjóðs Jennýjar Lilju er að styrkja viðbragðsaðila við tækja/ búnaðar kaup og lesa má meira um minningarsjóðinn á heimasíðu hans www.minningjennyjarlilju.is

Helsta fjáröflunarleið minningarsjóðsins er áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú í ár hleypur hópur fólks fyrir sjóðinn og safnar áheitum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s